Afhending sveinsbréfa fór fram á föstudaginn 25.nóvember.

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri og Byggiðn, Félag byggingarmanna, afhentu sveinsbréf föstudaginn 25. nóvember í Hofi. Alls voru 6 sveinsbréf í málmiðnaðinum og 30 sveinsbréf í byggingargreinum þetta árið. Félögin hafa gert þetta með þessum hætti undanfarin ár að undanskildu sl. tveimur árum vegna farsóttar. En þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir. Með þessu móti geta sveinar boðið fjölskyldunni sinni að vera viðstaddir á þessum gleðilega degi og að njóta veitinga sem félögin bjóða upp á í tilefni dagsins. Þetta á ekki síður við um meistara þessara sveina að geta verið viðstaddir afhendinguna en þeir eru jú stór þáttur námsins hjá sveinunum. Einnig þá er það samdóma álit stjórna félaganna tveggja að með þessu séu félögin að sýna sínum greinum enn meiri virðingu með beinni þátttöku í þessum degi sveinanna. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri afhenti 6 vélvirkjum sveinsbréf í þetta sinn. Byggiðn afhenti 14 húsasmiðum, 10 múrurum og 6 pípurum sveinsbréf. Félögin óska þessum sveinum enn og aftur til hamingju með útskriftina.

Fleiri myndir