Aðalfundur félagsins, vinnutímastytting og ýmsar fréttir

Aðalfundur félagsins verður haldinn 5.mars nk. kl.18:00 í fundarsal Lionssklúbbsins Hængs að Skipagötu 14. fjórðu hæð. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum sem tilkynntar verða hér á heimasíðunni fljótlega. Einnig mun aðalfundurinn verða notaður til að kynna tillögur að vinnutímastyttingu eins og þetta lítur út gagnvart iðnfélögunum. Þessi breyting á að taka gildi í apríl. Iðnfélögin hafa verið upptekin í að ljúka kjarasamningum og er nú einn af síðustu samningum þeirra við ríkið í kosningu. Þannig að þessi vinna hefur dregist. Trúnaðarmenn verða boðaðir á fund í framhaldinu þegar þessi vinna er tilbúin og mun stjórn kynna þeim þessar tillögur í framhaldinu. Formaður félagsins er í veikindaleyfi og vinnur að heiman ásamt því að varaformaður félagsins er á skrifstofu félagsins frá kl.13:00-16:00 þriðjudaga til og með fimmtudags þennan mánuð.