Aðalfundur félagsins fór fram mánudaginn 18.mars

Aðalfundur félagsins hófst kl.17:00 og er þetta í fyrsta skipti sem stjórn félagsins heldur fund svona snemma dags og virðist það mælast nokkuð vel fyrir en um 40 manns mættu á aðalfundinn. Á fundinum voru tveir góðir gestir en það voru þeir Guðfinnur Þór Newman framkvæmdastjóri Samiðnar og Jón Bjarni Jónsson nýr formaður Byggiðnar en hann var hér staddur á svæðinu og þáði boð sem gestur.  Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf; reikningar félagsins voru afgreiddir og kjöri til stjórnar lýst, svo eitthvað sé nefnt.

Á fundinum gerði formaður félagsins upp síðasta ár en óhætt er að segja að spennandi tímar séu fram undan hjá félaginu. Kjarasamningsviðræður voru áberandi á árinu, sem og vinna við skipulagsmál  innan Samiðnar sem félagið hefur lagt mikla vinnu í en formaður var skipaður yfir nefnd um skipulagsmál Samiðnar á þingi Samiðnar fyrir tveimur árum. Formaður fór vel yfir þá vinnu sem hafi bæði verið krefjandi en gefandi í senn þar sem að erfið byrjun hafi snúist við í mjög góða vegferð á síðasta ári og hann ásamt Guðfinni framkvæmdastjóra Samiðnar og nýjum formanni Byggiðnar hafi náð góðri samvinnu í þessu mikilvæga verkefni og ekki megi gleyma þætti Hilmars Harðarsonar formanns Samiðnar. Í Samiðn eru rúmlega 8.000 félagsmenn og hagsmunir félagsmanna liggja sannarlega í þeirri samlegð. Samiðn er stærsta samband iðnfélaga með 52% hlutfall iðnaðarmanna og 2F sem skipa félögum Rafiðnaðarsambandsins, VM og Matís skipi 48% hlutfalla iðnfélaga. Formaður fór vel yfir þessi mál en félagmenn séu oftar ekki inni í mikilvægi margra þátta innra starfsins sem snýr að baráttu þeirra hagsmuna á mörgum sviðum, en hann fór  yfir þær nefndir og störf sem hann sinnir til að bæta þá hagsmuni. Formaður lýsti einnig vonbrigðum sínum með samstarf annara iðnfélaga á þessu ári en vonast til að samstarfið lagist með hækkandi sól og að aðilar þar muni stiga betur saman í þau verkefni sem iðnaðarsamfélagið þurfi að vinna saman sem ein heild.  Formaður fór einnig að hluta til yfir kjarasamningana og Guðfinnur tók hluta á móti honum, að lokinni skýrslu formanns og gjaldkera var Guðfinnur Þór með umfjöllun um kjarakannanir þriggja stærstu félaga innan Samiðnar og samanburð á þeim en þetta eru mikilvægustu gögn sem stjórnir félaganna fá til að vinna með fyrir kjarasamninga.  Hann fór síðan yfir glærur sem snéru að kjarasamningum og bauðst fundarmönnum á spurningum um ofangreind atriði sem Guðfinnur og formaður svöruðu eftir því hvar sú spurning lá. 

Ekkert framboð barst og gildir þá uppstilling stjórnar samkvæmt lögum félagsins og er eftirfarandi, stjórn er kosinn í tvennu lagi og eftirfarandi aðilar gegna embættum til næstu tveggja ára. Eftirfarandi stjórnarmenn sitja þá frá 2024-2026                                             Bergvin Bessason varaformaður.                                                                                             Jóhann Valberg Jónsson gjaldkeri.                                                                                                   Andri Ólafsson meðstjórnandi.                                                                                                             Tveir aðilar voru kjörnir í varastjórn til tveggja ára en það voru. Eva Rún Böðvarsdóttir, Embla Eir Jónsdóttir en auki var einn maður kosinn til eins árs þar sem varamaður var kjörinn í aðalstjórn en það var Sigurður Kristinn Pálsson.                                                                                                                                                                                                Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Hákon Hákonarson, Egill Geirsson og Eyþór Jónsson sem vara endurskoðandi    en þeir eru þeir kosnir til eins árs í senn.                                             Ákvörðun félagsgjalds.  Tillaga stjórnar er að halda óbreyttu félagsgjaldi eða 1% af launum var það samþykkt.                                                                                                                                  Undir liðnum önnur mál var tveimur trúnaðarmönnum félagsins þökkuð vel unnin störf en það var Úlfar Júlíus Hjálmarsson sem hefur verið trúnaðarmaður í 19 ár samfellt hjá sama fyrirtæki og í það minnsta 2 ár áður hjá öðrum aðila. Síðan var það Sigurður Kristinn Pálsson sem lét af trúnaðarstörfum eftir samfellt 12 ár í sama fyrirtæki. Formaður fór inn á það að þetta væru mikilvægustu fulltrúar félagsins úti í samfélaginu sem tengiliðir við fyrirtækin og okkar félagsmenn. Þessir tveir heiðursmenn fengu blóm og gullmerki félagsins en til að hljóta gullmerki þar viðkomandi sannarlega að hafa unnið góð störf fyrir félagið.                                                                                                                                                                                           Eyþór Jónsson gjaldkeri, stjórnarmaður lét af störfum fyrir félagið en hann hefur verið aðalmaður frá árinu 2007 og sem gjaldkeri félagsins frá 2012  en hann var varamaður í stjórn frá 2002 og sat þó nokkuð marga fundi sem slíkur.

Eyþór Jónsson var gerður að heiðursfélaga Félags málmiðnaðarmanna Akureyri fyrir störf sín en til að hljóta slíkan heiður þarf viðkomandi að hafa verið FMA í áratugi og hafa unnið mikið og gott starf fyrir FMA og félaga þess. Hann er þá þriðji heiðursfélagi þessa góða félags og vel að því kominn. Formaður afhenti honum blómvönd ásamt gullmerki félagsins og heiðursköld sem heiðursfélagar fá sem staðfestir það.  Að því loknu var orðið gefið laust, Guðfinnur og Jón Bjarni óskuðu eftir að fá að segja nokkur orð og aðrir voru það ekki. Þeir báðir komu að því í sínum ræðum hversu gott samstarf væri við formann félagsins og stjórn og hversu mikið þetta félag legði á sig í þessu samstarfi innan Samiðnar og í raun að það væri miklu mikilvægara en flestir gætu gert sér grein fyrir. Þeir þökkuð boðið á fundinn og hlakka til komandi samstarfs við stjórn og félagið. 

   Bergvin Bessason fundarstjóri og varaformaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri

                                                Eyþóri Jónssyni afhent gullmerki félagsins,blóm og heiðursskjöldur sem heiðursfélagi FMA

     

Úlfar Júlíus Hjálmarsson og Sigurður Kristinn Pálsson fengu gullmerki félagsins og blóm fyrir vel unnin störf sem trúnaðarmenn félagsins.                                                                                                                                                                      

Guðfinnur þór Newman framkvæmdarstjóri Samiðnar 

   

Jón Bjarni Jónsson formaður Byggiðnar

 

Fleira var það ekki og Fundi slitið kl 19.15