Aðalfundur félagsins fór fram mánudaginn 13.mars

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf; reikningar félagsins voru afgreiddir og kjöri til stjórnar lýst, svo eitthvað sé nefnt. Á fundinum gerði formaður félagsins upp síðasta ár en óhætt er að segja að spennandi tímar séu fram undan hjá félaginu. Kjarasamningsviðræður verða áfram áberandi á árinu, en einnig vinna við samvinnu iðnfélaganna svo dæmi séu tekin. Formaður félagsins fór einnig yfir samstarf stéttarfélaga í stuttum samningi og sagði að það væri með ólíkindunum að hreyfingin gengi ekki í takt í slíkum samningi. Hann lagði einnig áherslur á að ríkið verði að vera hluti af samningi héðan í og frá hvort sem um sé að ræða stuttan samning eða langan. Það sást strax og undirritun fór fram þá hækkaði ríkið og sveitarfélögin í framhaldinu álagningar á félagsmenn stéttarfélaganna og millitekju hópurinn er sá hópur sem mest reynir á og að sjálfsögðu láglaunafólki gert erfiðara fyrir. Verðbólgan er sameiginlegt markmið okkar allra að ná niður vöxtum en sumir græði því miður á henni.  Það að Efling leggði svona mikið púður ein og sér í að hækka lægstu launin var mjög ótaktístkt að mati formanns en það er algerlega hagur millitekju hópanna að styðja við hækkun lægstu launa og aðeins með sameiginlega átaki takist það. Vonandi fæst hreyfingin til að vera í samfloti nú í löngum samningi, því þannig er best unnið fyrir félagsmenn og þannig náist frekar markmið með þunganum. Varðandi samstarf iðnfélaga þá hafa því miður orðið trúnaðarbrestur í því samstarfi sem þó má laga, menn verði að slíðra sverðin með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi og trúir formaður því að á endanum þá muni formenn félaganna sjá að persónulegar óvildir eða hagsmunir séu minni en hagsmunir heildarinnar. Auðvitað takist menn á en það verða menn að gera málefnanlega og trúir formaður því að í næstu lotu sameinist menn um málefni og vinni sem ein heild.

Varðandi lýsingu stjórnar sem er eftirfarandi, en ekkert mótframboð barst.

  1. Stjórnarmenn
    Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður.
    Jón Ingi Sævarsson ritar.
    Arnþór Örlygsson og Björn Halldór Sveinsson meðstjórnandur. Þrír aðilar voru kjörnir í varastjórn en það voru. Eva Rún Böðvarsdóttir, Andri Ólafsson og Sigurður Pálsson og munu ofantaldiir aðilar gegna sínum embættum til næstu tveggja ára. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Hákon Hákonarson, Egill Geirsson og þorsteinn Veigar Árnason sem vara endurskoðandi og eru þeir kosnir til eins árs í senn. 
  2.  Ákvörðun félagsgjalds.  Tillaga stjórnar er að halda óbreyttu félagsgjaldi eða 1% af launum var það samþykkt.            Undir liðnum önnur mál var Þorsteini Veigar Árnasyni þökkuð vel unnin störf en hann lét af störfum sem stjórnarmaður hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri eftir þriggja ára setu í stjórn en þar á undan til nokkura ára í varastjórn.

Fleira var það ekki og Fundi slitið kl 19.10