Aðalfundur félagsins fór fram í gær og var þokkaleg mæting

Aðalfundur félagsins fór fram í gær og var þokkaleg mæting. Formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna á 79 aðalfund félagsins og tóku síðan hefðbundin aðalfundarstörf við að því loknu. Brynjólfur Jónsson var kjörinn fundarstjóri og stjórnaði fundi. Hermann Brynjarsson endurskoðandi fór yfir reiknga félagsins og formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og að loknum báðum undangreindum skýrslum voru umræður um reikning og þeir samþykktir samhljóða. Eins var með skýrslu stjórnar að boðið var upp á umræður að henni lokinni.

Aðalmál þessa fundar fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf snerist um kynningu á möguleikum og útfærslum á vinnutímastyttingu. Elmar Hallgrímsson framkvæmdarstjóri Samiðnar kom á fundinn og kynnti sig fyrir félagsmönnum og í framhaldinu kynnti hann síðan þær glærur sem að iðnfélögin hafa verið að leggja til og samræma, þannig að fyrirtæki og túnaðarmenn geti stuðst við þau gögn. Þær verð settar hér inn um leið og búið er að tengja síður iðnfélaganna saman svo að félagsmenn félaganna geti tengst á stjórnunarsíðu og þar inn á að vera linkur um spurt og svarað um vinnutímastyttinguna sem mun koma öllum til góða að geta séð þar sem mismunandi form sem klárlega munu verða á milli fyrirtækja eftir aðstöðu og starfsemi.

Formaður FMA mun senda þessar glærur á trúnaðarmenn og vera í sambandi við þá um framhaldið í næstu viku. Fundargerð fundarins verður settur á heimasíðuna félagsins í næstu viku undir linkinn um FMA og fundargerðir. Fundarstjóri Brynjólfur Jónsson bar síðan upp lagabreytingar þær sem stjórn lagði til og voru þær samþykktar með einu mótatkvæði gegn fyrri lagabreytingu, en lagabreytingar má sjá á heimasíðu félagsins.

Undir liðnum önnur mál hjá félaginu heiðraði stjórn félagsins Helgu Bjarnadóttur fyrir framúrskarandi námsárangur í sveinsprófi í Blikksmíði sem félagið er stollt af og vill láta bera á því þegar að félagsmenn skara framúr og ekki væri það verra að hlutur kvenna sé að aukast í okkar störfum og slíkur árangur sem Helga Bjarnadóttir sýndi vekur að sjálfsögðu eftirtekt. 

Einnig var Andre Sandö heiðraður fyrir góða kynningu á okkar störfum en hann varð íslandsmeistari í samanlögðu í suðu en Íslandsmeistaramótið sem haldið var hér á norðurlandi í fyrsta sinn en forkeppni í Reykjavík og á austurlandi í vikunni áður.

Þetta er í fimmta sinn sem þátttakendur frá norðurlandi eru með í keppninni og í fyrsta sinn sem íslandsmeistaramótið er haldið hér og er það vel. Andre komst ekki á fundinn en hann er lengst til hægri á myndinni hér fyrir ofan. Með honum eru fyrir miðju Víðir Hauksson og Andri Már Ólafsson sem einnig stóðu sig vel á mótinu.

Ýmsar fyrirspurnir komu sem formaður  svaraði og í lokin þakkaði formaður fundargestum og fundarstjóra fyrir fundinn en á fundinum voru um fimmtíu manns og bauð stjórn upp á súpur,brauð ásamt kaffi og köku og hvatti stjórn  félagsmenn um að hafa samband við formann,stjórn eða trúnaðarmenn félagsins sé eitthvað sem þeir vilji koma að en stjórn sé í vinnu hjá félagsmönnum en ekki öfugt. Var fundi síðan slitið um 20:18.