Vinnuvélar - frumnámskeið 11-13. mars.

Þetta námskeið veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minna, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu. þar sem Iðan fræðslusetur er með vinnuvélanámskeið í gegnum fjarkennslu fæst ekki lengur styrkur í gegnum felagið nema í gegnum niðurgreiðslu hjá Iðunni fræðslusetri. Nema að sýnt sé að Iðan fræðslusetur kenni ekki það námskeið sem viðkomandi sækir um og að það falli undir reglugerðina hjá félaginu.