Við opnum aftur inn til okkar á mánudaginn 4. maí

Við opnum aftur inn til okkar á mánudaginn 4. maí, við höldum samt áfram að þvo, spritta og virða tveggja metra regluna. Fyrst um sinn verður starfsfólki áfram skipt upp í tvo hópa. Á meðan annar hópurinn sinnir sínum störfum á skrifstofunni mun hinn hópurinn vinna heima. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að loka þurfi skrifstofunni alveg ef upp kæmi þar smit eða ef einhver starfsmaður þyrfti að fara í sóttkví. 

Útilegukortið og Veiðikortin eru komin og verða til sölu í afgreiðslunni fyrir félagsmenn, nánar um kortin hér.

Einnig eru til sölu gistimiðar á Fosshótelin en okkur langar að benda á að í sumar gildir vetrarverð á hótelin og þarf því aðeins 1 stk gistimiða á nótt en ekki tvo eins og verið hefur á sumrin, nánar má sjá upplýsingar um gistimiðana hér.

Minnum svo á inneignabréfin hjá Air Iceland Connect. Þar sem félagsmenn geta keypt inneign uppá kr. 10.000.- á kr. 7.000.- Sjá nánar hér

Við þökkum fyrir þolinmæðina undanfarnar vikur og sendum ykkur hrós hversu vel hefur tekist að aðlagast breyttum samskiptum við félagið á þessum veiru tímum.