Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Verðbólga mælist nú 9,9%. Meginvextir bankans
hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Miðstjórn ASÍ hafnar því að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins voru sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana.
Hér er ályktunin í heild sinni
Stjórn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri tekur undir þessa ályktun sem er hér en bendir einnig á eftirfarandi atriði að hækkanir á sköttum frá ríkinu hafi aukið á vandann. Ásamt því að seðlabankanum væri nær að skoða samhengið á veikingu krónunnar í annars nokkuð góðum hagvexti og er ekki kjarasamningum að kenna, hvernig væri að skoða kaup á gjaldeyri sem tilheyrir ekki ferðalögum landsmanna og eru stunduð í ansi stærri stíl þ.á.m Landsbankanum og öðrum fjárfestingarstofnunum fyrir fagfjárfesta. Gætu orsakir legið annarstaðar og er ekki orðið tímabært að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni því húsnæði er nauðsyn ekki neysla í þeim skilningi.