Starfs­nám og sveins­próf tryggja gæði

Formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri
Formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri

Það er ánægjulegt að horfa upp á þá auknu eftirspurn sem orðið hefur á iðnnámi á undanförnum misserum og þá viðhorfsbreytingu sem orðið hefur til þessara námsgreina. Iðngreinar eru nú sem fyrr einn mikilvægasti hlekkurinn í tannhjóli samfélagsins. Sú stóraukna eftirspurn sem orðið hefur á plássi í skólum sem kenna iðngreinar hefur enn og aftur vakið umræðu um það námsfyrirkomulag sem við lýði hefur verið undanfarna áratugi – og þá flöskuhálsa sem verða til þegar kemur að námssamningum.

Kveikur fjallaði á á dögunum um iðnmenntun og stöðu iðnnema. Iðnnemar þurfa að komast að hjá meisturum úti í atvinnulífinu og ljúka starfsnámi undir þeirra handleiðslu áður en þeir geta tekið lokapróf úr skólanum og svo sveinspróf á vegum atvinnulífsins til að öðlast starfsréttindi.

Í góðæri eiga nemar í iðngreinum auðvelt með að komast á samning en þegar hallar undan fæti í atvinnulífinu getur það reynst sumum þrautin þyngri. Þetta hefur verið viðvarandi vandamál og er enn, nú þegar gefur á bátinn og aðsókn í iðngreinar eykst.

Fjármagnið skortir

Eins og fram kom í Kveik í hafa margar skýrslur verið skrifaðar um hvernig hægt er að leysa og fyrirbyggja vandann og ekki síður hvernig hægt er að fjölga iðnnemum. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar en flestar hafa þær strandað á fjármagni frá ríkisvaldinu. Menntamálaráðherra hefur ítrekað lofað því að koma að innviða uppbyggingu verknámsskólanna til að koma á móts við þörf vinnumarkaðarins og að vinnumarkaðinn sem í raun þjáist af skorti iðnmenntunarlærðra. Lítið bólar á þeim efndum.

Í Kveik var þeirri hugmynd haldið á lofti að færa iðnnámið alfarið inn í skólanna. Rökin eru þau að þannig geti skólarnir haft yfirsýn yfir þá verkþætti sem nemandinn hefur lært. Staðreyndin er sú að ef skólarnir eiga að geta tekið á sig þjálfun nemenda frá a til ö þarf mikið fjármagn að koma til frá ríkinu. Hættan er sú að þeir fjármunir verði skornir við nögl – þar hræða sporin –  og færni þeirra sem útskrifast verði fyrir vikið ábótavant. Í því yrði enginn hagur. Það er veruleikinn í dag því miður og líkleg niðurstaða.

Jón B. Stefánsson, fyrrverandi skólameistari Tækniskólans, benti á annmarka á þessu fyrirkomulagi í umræddum sjónvarpsþætti. „Það er alveg augljóst að í skóla geturðu ekkert lært allt. Þar fór hann yfir ýmisslegt sem að skólinn hefur enga aðstöðu til að kenna en atvinnulífið hefur allan aðgang að. Þú lærir það ekkert úti á skólalóð,“ sagði Jón og er það sannnarlega stór athugsemd sem ég tel að hann hafði rétt fyrir sér með Jón er í dag fulltrúi menntamálaráðuneytisins í starfshóp sem á að setja fram tillögur að breyttu og bættu kerfi.

Ríkið gefur – ríkið tekur/ innantóm loforð 

Eins og ég kom að áður þá hafa ýmsir menntamálaráðherrar hingað til lofað öllu fögru og sérstaklega á tyllidögum  gefið okkur iðnfélögunum fögur fyrirheit þegar kemur að því að efla iðnnám þá hefur minna verið um efndir. Þannig sagði skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, í viðtali við Félag Byggingarmanna, Byggiðn í síðustu viku, að sú hækkun fjárheimilda sem framhaldsskólarnir fengu í aðra hönd í fyrra hafi ríkið tekið rakleiðis úr hinni höndinni með meira en 150% hækkun húsaleigu á einu bretti. „Ef við verðum áfram í þessari stöðu, sem við erum búin að vera í allt þetta ár, þá verður ekki hægt að versla inn á verklegar deildir í skólanum í janúar,“ sagði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari. Veruleiki VMA rímar ekki við yfirlýsingar ráðherra menntmála um eflingu iðnnáms.

Annað dæmi um þetta er Vinnustaðanámssjóður, sem samið var um í kjarasamningum milli ríkis og iðnaðarmannasamfélagsins til að styðja við fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi. Þegar menntamálaráðuneytið var búið að setja reglur um sjóðinn var hann þynntur þannig út að mun fleiri en iðanaðarsamfélagið naut hans, án þess að aukið fjármagn kæmi til skiptanna. Reyndin varð sú að hvert fyrirtæki fékk svo lítið út úr sjóðnum að almenni markaðurinn hefur lítið sótt í hann. Ríkisfyrirtæki sækja grimmt í sjóðinn, fyrir allt aðrar greinar en iðngreinar. Hér þarf að endurskoða þennan sjóð með hans upprunalega markmið.

Sveinspróf votta gæði námsins 

Í Kveik var einnig rætt um sveinsprófin, sem atvinnulífið hefur staðið fyrir og mótað. Bent var á að í kring um sveinsprófin væru nærri 300 manns; svo sem í starfsgreinaráðum, fagnefndum og sveinsprófsnefndum. Fram hjá því var skautað að sveinsprófin gegna ekki aðeins því hlutverki að prófa nemendur heldur eru þau samræmt próf sem meta kennara og skóla um leið. Reynslan hefur sýnt að árangur nemenda í sveinsprófum er mjög breytilegur á milli skóla. Í gegn um sveinsprófið gerir atvinnulífið ákveðnar gæðakröfur, jafnt á skóla, kennara og nemendur, sem óráð væri að afnema. 

Óhætt er að fagna aukinni umræðu hvernig hægt er að búa betur að iðnnámi á Íslandi – og stöðu iðnnema. Sjálfsagt er að endurskoða kerfið sem notað hefur verið en yfirsýn er nauðsynleg. Tillögur skóla og embættismannasamfélagsins, sem oftar en ekki verða til í bergmálsherbergjum þeirra, mega þó ekki verða eingöngu að leiðarljósi iðnaðar og menntamálaráðherra. Atvinnulífið, sem ræður til sín útskrifaða nemendur, verða líka að koma að borðinu. Breytingarnar mega ekki verða til þess að draga úr gæðum iðnnáms, vegna eilífs skorts á fjármagni, eða skerða þjálfun nemenda. Með hjálp atvinnulífsins öðlast nemendur í byggingagreinum dýrmæta þekkingu sem vandséð er að þeir geti aflað sér innan veggja skólanna.

Faggreinaráð hafa gjarnan tekið þátt í að styrkja innviði hvers verknámsskóla og hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur faggreinaráð í málmiðnaðargreinum séð til þess að tæki og tól hafa verið gefin skólanum og hefur FMA ásamt atvinnulífinu skaffað skólanum tækjabúnað fyrir tugi milljóna á undanförnum árum og þar gleymst stór þáttur af þeim hluta sem þessir aðilar leggja fram með sinni vinnu og í tilfelli VMA án sérstakra launa fyrir.

Samráð eini raunverulegi kosturinn

Það sem raunverulega vantar er meira samráð við faggreinafélögin á vinnumarkaði í þessum málum en nánast í öll skipti hingað til hefu verið stofnuð nefnd þar sem hvorki Samtök iðnaðarins eða faggreinafélaga eiga aðild að og þau oftar en ekki komist af því á seinni stigum og orðið að bregast við áður en skaði verður af, þess í stað eiga faggreinafélögin að vera með í starfshópunum sem um ræðir og má nefna OECD skýrslu sem pöntuð var af ríkisstjórn og hvorki var rætt við Samtök iðnaðarins eða faggreinafélögin um þeirra skoðun á því fyrr en að lokinni kynningu. Ef raunverulegur vilji er á samstarfi um menntun hjá menntamálaráðherra hefði hann haft samband við þessa aðila og nú er komið svo að mati formanns FMA að ekki verið mikið lengur unað við slik vinnubrögð og kalla ég eftir viðbögðum af hálfu iðnaðar og menntamálaráðherra til framtíðar um þessi mál. Eintóm orð duga ekki bara á tillidögum.

Stjórn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri óskar félagsmönnum sínum og öðrum góðrar aðventu.

Formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri

Jóhann Rúnar Sigurðsson