Síðasti skiladagur vegna styrkja 2019

Vekjum athygli á að skila þarf gögnum til félagsins vegna styrkja úr sjúkrasjóði og starfsmenntasjóði í síðasta lagi 30. desember nk.
Það sem kemur inn eftir þann tíma fæst ekki greitt en styrktarárið er janúar til janúar.
Þeir sem ætla að nýta orlofsstyrk vegna 2019 þurfa einnig að skila inn gögnum í síðasta lagi 30. desember ef þeir ætla að nýta styrkinn, annars fellur hann niður.