Sambandsstjórn Samiðnar fundaði 27. febrúar sl. en á fundinn mættu fulltrúar flestra 12 aðildarfélaga sambandsins. Á fundinum voru tillögur laganefndar Samiðnar kynntar auk þess sem framtíðarhópur Samiðnar kynnti afrakstur sinnar vinnu, en stofnað var til hópanna tveggja eftir vinnu skipulagsnefndar Samiðnar. Auk fyrrnefndra hópa störfuðu einnig starfshópur um starfslýsingar, vinnuhópur um samanburð milli markaða og að lokum vinnuhópur um minnisblað framkvæmdastjóra.
Niðurstaða allra nefnda verður lögð fram til afgreiðslu á komandi sambandsþingi sem haldið verður 8. og 9. maí nk.