Sam­iðn gagn­rýnir sam­drátt ríkis­fram­kvæmda

Það er mat Samiðnar - sambands iðnfélaga að stjórnvöldum beri að snúi vörn í sókn og standa við loforð sín um að auka fjárfestingar. Grípa þurfi til frekari aðgerða hvað opinberar framkvæmdir varðar. Þetta kemur fram á vef félagsins en Samiðn er landssamband stéttarfélaga sem varð til við samruna Málm- og skipasmiðasambandi Íslands og Sambands byggingamanna. Aðild að sambandinu eiga starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, tækniteiknun, snyrtifræði, byggingagreinum, garðyrkju og skipasmíðum.

Bent er í greininni á að Hagfræðideild Landsbankans hafi vakið athygli á því að fjárfestingartölur hins opinbera séu ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Fjárfesting ríkissjóðs hafi minnkað um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020. Fjárfesting sveitarfélaganna hafi á sama tíma minnkað um 9%. 

Samiðn segir að þetta séu mikil vonbrgiði, enda hafi stjórnvöld marglýst því yfir að gefa eigi verulega í hvað varðar fjárfestingar hjá hinu opinbera, á þeim erfiðu tímum sem nú séu uppi. Mikilvægt sé að snúa við blaðinu.