Iðan fræðslusetur er með skemmtileg námskeið á heimasíðunni sinni ásamt því að nóg er framundan í okkar greinum.

Iðan fræðslusetur er með skemmtileg námskeið á heimasíðunni sinni en hér er tvö flott frá málmsviðinu á þessum slóðum. https://youtu.be/7TBYM5rbDYw kælitækni og síðan pakkningarsmíði  https://youtu.be/nhSf4e6H73M  Síðan er  nóg af námskeiðum á bílgreinarsviðinu og sjá má hér að neðan. 

1. september
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Farþegaflutningar
Bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.
4. september
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Fagmennska og mannlegi þátturinn
Bílstjóri skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku. Bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi hans, heilsufar og andlega og líkamlega líðan. Hann þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við.
17. september
IMI rafbílanámskeið - þrep 2.2 (Akureyri)
Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla
Námskeiðið er  hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst.
Ásamt fleirum góðum námskeiðum sem má kynna sér á heimasíðu Iðunnar Fræðsluseturs

slóðin á heimasíðu Iðunnar er idan.is