Iðan Fræðslusetur býður félagsmönnum á netnámskeið í ýmsum greinum, sum hver eru frí.

Hvetjum félagsmenn til að kynna sér heimasíðunna hjá Iðunni Fræðslusetri en Iðan býður félagsmönnum uppá kennslu í fjarkennslubúnaði og eru sum námskeiðin frí. Heimasíðan hjá Iðunni er idan.is og á meðal námskeiða fyrir félagsmenn eru námskeið í vökvatækni, kælitækni, rafmagnsfræði, díselvélum og grunnnámskeið í Cabas. Það eru síðan mörg áhugaverð námskeið í almennum námskeiðum sem félagsmenn geta kynnt sér og nýtt í gegnum heimasíðu Iðunnar hafi þeir áhuga á þeim. 

Vel unnin myndskeið eru öflug leið til að miðla hvers kyns fræðsluefni. Myndskeið hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt í kennslu og er það markmið hjá IÐUNNI að bjóða upp á hagnýt kennslumynskeið samhliða hefðbundnum námskeiðum á sviðinu. Gústaf Adólf Hjaltason, sérfræðingur í málmsuðu, ríður hér á vaðið með fjögur myndskeið sem fjalla um undirbúning stúf- og kverksuðu og svo sjálft suðuverkið. Við gerum okkur grein fyrir að ekki hægt að kenna allt á þennan hátt. Það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir verklega kennslu. Þetta er bara ein leið af mörgum til að miðla þekkingu og við viljum endilega nýta hana sem best.