Í gær slitu Iðnaðarmenn kjaraviðræðum

Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi og fara nú að skoða næstu skref og aðgerðir.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, sagði í samtali við RÚV í gær að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða. „Við mátum bara hvernig staðan er fram undan hjá okkur og það var niðurstaðan að það var bókaður árangurslaus fundur hjá sáttasemjara. Það þýðir að viðræður slitna á þessum tímapunkti.“

Kristján Þórður segir að það sé of langt á milli viðsemjenda. Hann vill ekki upplýsa um ágreiningsmálin í smáatriðum en segir að þau séu mörg, til dæmis vinnutíminn. Nú þarf að heyra í félagsmönnum og undirbúa aðgerðir.