Hátíðarhöld á verkalýðsdaginn

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta í kröfugöngu og taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýðsdeginum þann 1. maí. 

Dagskrá á Akureyri:       

Kröfuganga sunnudaginn 1. maí

13:30 - Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 - Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

  • Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands
  • Hátíðarræða - Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ
  • Kaffiveitingar að dagskrá lokinni

Vilhjálmur Bragason stýrir dagskránni. Söngur og gleði með góðum gestum úr Hárinu ásamt Ívari Helgasyni. 

 Dagskrá í Fjallabyggð:

  • Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24.b Siglufirði Sunnudaginn 1.                                        maí á milli kl. 14:30 og 17:00
  • Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna
  • Kaffiveitingar