FÉKKST ÞÚ LAUNAHÆKKUN OG ORLOFSUPPBÓT?

Helstu atriði nýrra kjarasamninga:

• Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 og til októberloka 2022.
• Launatöflur eru einfaldaðar.

Byrjendataxtar hækka að lágmarki um 90.000 kr.

Byrjunarlaun sveina hækkar um 114 þúsund krónur. Sjá launataxta í samningunum hér að neðan.

Almenn launahækkun er:
• 1. apríl 2019 er kr. 17.000.
• 1. apríl 2020 er kr. 18.000.
• 1. janúar 2021 er kr. 15.750.
• 1. janúar 2022 er kr. 17.250.
• Eingreiðsla 26.000 er kr. og kemur til útborgunar í maí 2019. 
• Orlofsuppbót er 50.000 kr. fyrir árið 2019

Upplýsingaefni um samningana

>> Sjá samning SA

>> Sjá samning SA vegna meistara

>> Sjá kjarasamning við Bílgreinasambandið

>> Sjá kjarasamning við Meistarafélag pípulagningamanna

Megin áherslur iðnaðarmanna í þessum samningum voru að tryggja þann árangur sem við höfum verið að ná á síðustu árum og tryggja forsendur fyrir áframhaldandi kaupmætti á samningstímanum, uppfæra kauptaxtakerfið og stytta vinnuvikuna.

KYNNINGARGLÆRUR