Átakið "Allir vinna" hefur sannað sig

Samiðn hefur lagt mikið upp úr því í því ástandi sem nú hefur ríkt að fleiri aðilar njóti átaksins allir vinna. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar ritar grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann rekur mikilvægi átaksins "Allir vinna" fyrir bæði fólk og fyrirtæki og mikilvægi þess að það nái einnig yfir skráningarskild ökutæki.  Átakið sé ekki síst neytendum til hagsbóta því fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald í stað "svarta hagkerfisins".  Tæplega 3.500 umsóknir hafa verið afgreiddar og endurgreiðslur nemið tæplega 2,3 milljörðum frá áramótum og fram til 18. ágúst.

>> Sjá nánar.