Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 3.mars kl.18:00 á 4.hæðinni í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 3.mars kl.18:00 á 4.hæðinni í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14.  Uppstilling stjórnar er eftirfarandi og ekki bárust önnur framboð og næsta stjórn verður þannig skipuð næsta starfsár. Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður, Bergvinn Bessason varaformaður, Eyþór Jónsson gjaldkeri, Jón Ingi Sævarsson ritari, Jóhann Valberg Jónsson, Arnþór Örlygsson og Þorsteinn Veigar Árnason meðstjórnendur. Varamenn eru Jónas Jónsson,Björn Halldór Sveinsson, Ásmundur Kristján Sigurðsson,Eva Rún Böðvarsdótt og Sólveig Ólafsdóttir.  Fundurinn verður með hefðbundnu sniði utan þess að uppgjör afmælisársins er einn liður í fundarhaldinu meðlannars með heiðursveitingum þriggja aðila sem hafa að mati stjórnar unnið til gullmerki félagsins. Hér fyrir neðan er núverandi stjórn en Egill Geirsson gaf ekki kost á sér og Bergvin Bessason kemur nýr inn.  Stjórn vonar að sem flestir af félagmönnunum mæti á fundinn og einnig hvetur stjórnin félagsmenn til að taka þátt í kjarakönnun sem stjórn hefur sett af stað til að hafa gögn frá félagsmönnum vegna komandi kjarasamninga. Einnig í þessari könnun gefst félagsmönnum kostur á að koma með ábendingar til félagsins almennt og gagnvart kjarasamningum.  Að lokinni þáttöku þá gefst félagsmanninum kostur á þáttöku í happdrætti en þrír heppnir þáttakendur verða dregnir út með 50.000.-kr. gjafabréf þáttakan er órekjanleg og happdrættið tengir ekki félagsmanninn við könnunina. 

Með félagskveðju

Stjórn Félags málmiðnaðarmanna Akureyri