Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 18.mars

Aðalfundur Félags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 18.mars kl.18:00 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4.hæð (Lionssalurinn)
Vegna sóttvarnareglna þurfa félagsmenn að skrá sig á fundinn og er hægt að gera það á heimasíðu félagsins eða með því að hringja í skrifstofuna í síma 455-1050 

Ef einhverjir óska eftir því að vera í gegnum fjarfund verður reynt að verða við því en það þarf að láta vita af því í skráningu í ofangreindan síma sem gefinn er upp.

Dagskrá:    1.  Venjuleg aðalfundarstörf                                                            2.  Lagabreytingar (sjá hér að neðar)                                              3.  Önnur mál

Lagabreytingar snúast að samræmingu orðalags úr lögum félagsins og hvers sjóðs fyrir sig og er eftirfarandi breyting lögð til samræmingar textanum úr sjóðum félagsins um 5.kafla Fjármál grein 23. í lögum félagsins og samræma orðalagið við hvern sjóð úr þeim kafla samanber:

23. gr.

Sjóðir félagsins skulu vera:

Félagssjóður, Styrktarsjóður, Slysa- og sjúkrasjóður og Orlofssjóður svo og aðrir sjóðir sem stofnaðir kunna að verða. Allir sjóðir félagsins aðrir en félagssjóður skulu hafa sérstaka reglugerð, samþykkta á aðalfundi. Reglugerðum sjóða má aðeins breyta á aðalfundi. Reglugerð hvers sjóðs skal tilgreina hlutverk sjóðsins, hverjar tekjur hans skulu vera, hvernig verja skuli fé hans og hvernig honum skuli stjórnað.

Sjóðir félagsins skulu ávaxtaðir á tryggan hátt í ríkisskuldabréfum, í ríkistryggðum skuldabréfum, í bönkum, í sparisjóðum og skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign.

Tekjur félagsins skiptast milli sjóðanna samkvæmt ákvæðum í reglugerðumþeirra.

Breytingin yrði eins og liður e í 7.grein sjúkrasjóðsins og bættist við orðalagið hér að ofan:

23. gr. verður:

Sjóðir félagsins skulu vera:

Félagssjóður, Styrktarsjóður, Slysa- og sjúkrasjóður og Orlofssjóður svo.................................................................................................................................................

Sjóðir félagsins skulu ávaxtaðir á tryggan hátt í ríkisskuldabréfum, í ríkistryggðum skuldabréfum, í bönkum, í sparisjóðum og skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign eða á annan hátt sem er stjórn sjóðsin metur tryggan sbr.11.gr.viðmiðunar-reglna um bókhald og ársreikninga stéttarfélaga og landssambanda eins og þær eru á hverjum tíma sbr.41. gr. laga ASÍ.

Þarna skerst orðalagið í lögum félagsins og sjóðanna og stjórn vill að þarna gæti samræmis fyrir þeirra vinnubrögð.

Hægt er að sjá orðalag hvers sjóðs eins og vitnað er í hér að ofan undir reglugerðum sjóðanna og orðalagsbreytingin tekur af allan vafa gagnvart stjórn félagsins.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn en gætt verður að öllum sóttvarnar-reglum og möguleiki á tveimur sölum ef góð mæting verður.

Léttar veitingar verða í boði en eins og fram hefur komið er þetta 80 ára afmælisár félagsins og munum við halda skemmtilegan afmælisfund með haustinu og þá vonandi án nokkura takmarka ef vel gengur.

Félagskveðjur Stjórn FMA